Carlo Petrini á Karlsstöðum
24. May, 2017
Carlo Petrini, stofnandi og formaður Slow Food samtakanna, heimsækir Austurland miðvikudaginn 24. maí. Austfirskar krásir standa að viðburðinum í samtarfi við Austurbrú.
Þessi heimsókn er mikið hvalreki fyrir áhugafólk um mat, bæði framleiðendur og neytendur. Skilaboð Slow Food samtakanna eru að matur á að vera góður á bragðið, ómengaður og sanngjarn fyrir framleiðandann og neytandann. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að borða góðan mat.
Dagskráin í Havarí verður sem hér segir:
12.00 Austurbrú kynnir Áfangastaðinn.
12.15 Carlo Petrini.
12.45 Samtal um matvælaframleiðslu og umhverfi/samfélag.
Carlo Petrini hefur margsinnis fengið viðurkenningu ýmissa fjölmiðla. Hann hefur verið valinn einn af 100 mikilvægustu einstaklingum heims, fékk nafnbótina „European Hero“ hjá Time Magazine árið 2004 og The Guardian útnefndi hann árið 2008 meðal 50 einstaklinga sem gætu bjargað heiminum.
Nokkrir Austfirskir matvælaframleiðendur verða sýnishorn af afurðum sínum. Ef framleiðendur, veitingamenn, bændur … vilja taka þátt og koma með afurðir sínar er þeim bent á að hafa samband við Berglindi á Karlsstöðum í síma 6635520 eða [email protected].
Hægt verður að kaupa sér veitingar á staðnum.