Egilsstaðir: Nýtt, Mögnuð heilun og heilsuefling með Qigong lífsorkuæfingum og gleði +100 tímar
Hótel Hérað
19. March, 2022
Í fyrsta sinn á Egilsstöðum – Hjartanlega velkomin/n. Með námskeiðinu fylgir einnig aðgangur að yfir 100 tímum á netinu.
Hver og einn nýtur æfinganna í samræmi við sinn líkamlega styrk.
Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu.
Á þessu stutta námskeiði lærum við og njótum saman þessara mögnuðu heilsu- og heilunaræfinga. Hlöðum okkur lífsorku, aukum innri styrk og efla jákvæðar tilfinningar.
Þeir sem ástunda æfingarnar reglulega hafa næga orku til að gefa, þiggja og njóta lífsins betur.
Qigong æfingar eru sérstaklega heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orkubrautir líkamans og hjálpa okkur að losa um spennu, hreinsa, næra og styrkja heilrænt alla starfsemi líkamans.
Áhrifin æfinganna eru m.a.:
* Heilandi og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði.
* Jákvæðari tilfinningar í eigin garð og annarra.
* Góð nærvera – bros hjartans er heilandi
* Meiri orka til að gefa og við gerum oftar það sem okkur langar til.
* Betra og meira jafnvægi í samskiptum
* Hjálpa til við að takast á við langvarandi erfiðar tilfinningar, s.s. sorg, reiði, stress og ótta.
* Styrkja líffærin og ónæmiskerfi – sterkari varnir gegn sjúkdómum og sýkingum.
* Við erum jákvæð og njótum betur lífsins í NÚINU
Staðsetning: Njótum saman í fallegum sal á Hótel Héraði. Miðvangi 1-7 Egilsstöðum
Léttar veitingar fylgja.
Skráning og nánari upplýsingar veitir Þorvaldur, netfang [email protected]
Verð: 14.900 kr. (staðfesta með gr. á reikning 525-26-870 kt. 660393-3159 Þor)
Ath. flest fyrirtæki og stéttarfélög styrkja heilsueflingu.
Stutt kynning; https://www.youtube.com/watch?v=oxV-QX4ela8
Þorvaldur Ingi Jónsson kennir og leggur áherslu á afar heilsubætandi Qigong æfingar sem allir geta gert. Hann hefur undanfarin ár haldið fjölda Qigong námskeiða, leitt lífsorkuæfingar og sótt námskeið hjá mörgum Qigong meisturum.
Herdísar Pálu Pálsdóttur, mannauðsstjóri (https://www.herdispala.is/): Eftir að hafa lengi vitað af Þorvaldi og Qigong æfingum undir hans stjórn fengum við hann með stutt innlegg og nokkrar æfingar á starfsdag í vinnunni og var mjög mikil ánægja með hann og æfingarnar. Þetta atriði byggði upp góða orku og gleði fyrir daginn. Í framhaldinu skellti ég mér á námskeið hjá Þorvaldi og get svo sannarlega mælt með því. Góð blanda hreyfingar, öndunar og hugleiðslu er frábær til að styðja við góða andlega og líkamlega heilsu og spekin á bak við Qigong styður vel við heilbrigða og jákvæða lífsafstöðu.