Flóttaleikur á Dögum myrkurs
27. October, 2021 - 29. October, 2021
Flóttaleikur á Dögum myrkurs
27. – 29. október kl. 14:00-19:00
Bókasafn Héraðsbúa, Egilsstöðum
Bókasafn Héraðsbúa og Minjasafn Austurlands bjóða krökkum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á flóttaleik (Breakout Edu) á Dögum myrkurs.
Leikurinn er byggður upp á sömu hugmyndafræði og hin svokölluðu flóttaherbergi nema hér þurfa þátttakendur ekki að komast út úr herbergi heldur opna kassa.
Þátttakendur leita að vísbendingum og leysa þrautir sem gera þeim kleyft að opna mismunandi lása á dularfullum kassa. Nöfn þeirra sem ná að opna kassann verða sett í pott og síðan dregið um skemmtilega vinninga að Dögum myrkurs loknum.
Hægt er að taka þátt í leiknum á opnunartíma Bókasafns Héraðsbúa (14:00-19:00) á Dögum myrkurs (27.-29. október).
Breakout Edu er leikjasett sem er mikið notað í kennslu til að búa til svokallaða flóttaleiki. Flóttaleikir eru samvinnuleikir þar sem þátttakendur þurfa að vinna saman og vera lausnamiðaðir til að leikurinn gangi upp.