Sinfóníuhljómsveit Austurlands: La dolce vita

12. September, 2021

Sinfóníuhljómsveit Austurlands: La dolce vita
Sunnudaginn 12. september kl. 16:00
Tónlistarmiðstöð Austurlands
Almennt miðaverð: 3.500 kr.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands stendur fyrir þessum tónleikum sem bera titilinn La dolce vita.
Tónlist sem tengist Miðjarðarhafinu verður í sviðsljósinu og mun gítarleikarinn Svanur Vilbergsson leika einleik með sveitinni.
Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson og konsertmeistari Zsuzsanna Bitay.

Á efnisskránni eru eftirfarandi verk:

  • Forleikur að Brúðkaupi Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart
  • Concierto de Aranjuez eftir Joaquín Rodrigo
  • Sinfónía nr. 4 í A-dúr op. 90 „Ítalska“ eftir Felix Mendelssohn

Miðaverð: Almenntmiðaverð kr. 3500 // Miðsverð fyrir eldri borgara og yngri en 16 ára kr. 2000

Miðsala er á Tix og við innganginn en til að forðast biðröð og til að fá betri sæti þá mælum við með því að kaupa miða í forsölu hjá Tix.is.