Herðubíó – sýningar í hverri viku
8. July, 2021 - 31. December, 2021
Herðubíó er sjálfstætt kvikmyndahús með einn sýningarsal sem var stofnað árið 2020 og er staðsett í félagsheimilinu Herðubreið á Austurvegi 4, í hjarta Seyðisfjarðar.
Herðubíó sýnir vikulega allar nýjustu myndirnar bæði Íslenskar og Hollywood myndir, ásamt því að bjóða upp á vikulegan bíóklúbb fyrir kvikmyndaáhugafólk og svo má ekki gleyma að allir Sunnudagar eru helgaðir bíói fyrir krakka klukkan 15:00!
Fylgstu með sýningartímum, dagskránni og sérstökum viðburðum á Instagram og á Facebook @herdubio.
Vissir þú að Herðubíó er eina kvikmyndahúsið á Austurlandi?!
Herðubíó byggir á grunni Herðubreiðar (félagsheimilis Seyðisfjarðar) sem á að baki langa hefð kvikmyndasýninga og félagsstarfs. Félagið Herðubreið var stofnað árið 1923, með þá hugmynd að byggja félagsheimili fyrir Seyðisfjörð. Árið 1930, áskotnaðist hópnum gamalt hús til þess að sýna kvikmyndir (Meyjarskemmu – FAS) og aflaði þannig fjár fyrir byggingu félagsheimilis. Tuttugu og fimm árum seinna var Herðubreið formlega stofnað. Framkvæmdir á félagsheimilinu byrjuðu árið 1946 og var húsið hannað af Einari Erlendssyni og innréttað af Gísla Halldórssyni. Húsið var svo tekið í notkun 16. desember árið 1956.
Eftir áralangt hlé frá sýningum hefur kvikmyndahúsið hefur nú fært sig inn í stafræna öld og hafið sýningar aftur.
Fylgist með dagskránni okkar til að sjá hvaða spennandi myndir við munum sýna ykkur næst!