Blood Harmony á Djúpavogi
22. June, 2021
Blood Harmony á Djúpavogi
Þriðjudaginn 22. júní kl. 21:00 á Hótel Framtíð
Miðaverð: 3.500 kr.
Svarfdælska systkinahljómsveitin Blood Harmony heldur í tónleikaferð um landið í júní og mun spila á nokkrum stöðum á Austurlandi.
Systkinin Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn eiga bæði nokkuð langan tónlistarferil að baki, að mestu í sitthvoru lagi en þó voru þau um tíma saman í hljómsveitinni Brother Grass.
Hið örlagaríka ár 2020 tóku þau undir sig kjallaran á æskuheimilinu á Tjörn í Svarfaðardal, útbjuggu upptökustúdíó og fóru að taka upp lög, undir nafninu Blood Harmony. Nafnið er hugtak sem notað er þegar fjölskyldumeðlimir syngja saman og samhljómurinn er slíkur að erfitt er að greina hver syngur hvað. Til að fullkomna samhljóminn fengu þau yngri systur sína Björk Eldjárn, til liðs við sig og hafa þau nú þegar gefið út 4 lög m.a. á Spotify og eru um þessar mundir að vinna að plötu sem þau stefna að gefa út á þessu ári.