Bustarfellsdagurinn

4. July, 2021

Bustarfellsdagurinn – Fjölskylduhátíð í sveitinni
Sunnudaginn 4. júlí kl. 14:00-17:00
Aðgangseyrir 1000 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri

Í sumar er Bustarfellsdagurinn haldinn hátíðlegur í 29. sinn.

Gamli bærinn á Bustarfelli lifnar við þegar gengið er í gömlu störfin. Þá syngur í ljánum, snarkar í eldsmiðjunni og bullar í ullarpottinum. Það er margt á prjónunum, lopinn verður teygður fram eftir degi og gestum gefið í nefið og tána.
Hér og þar um bæinn verður ýmiss konar góðgæti á boðstólum og utandyra leika dýrin í dalnum við hvurn sinn fingur.

Kvenfélagið Lindin verður með kaffihlaðborð í Hjáleigunni og selur sérstaklega inn á það.

Allir eru hjartanlega velkomnir!