Söngperlur á sunnudegi – Gissur Páll og Árni Heiðar
21. March, 2021
Á þessum einstöku sunnudagstónleikum mun tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja bland af íslenskum og ítölskum sönglögum frá ýmsum tímum ásamt spjalli um sögu og uppruna þeirra. Það verður farið inn í Kaldalón og kíkt inn í Hamraborgina, heitar tilfinningar ítalskra vonbiðla verða krufnar í vorinu á Ítalíu á meðan að í Draumalandinu drekkja piparsveinar sorgum sínum við dauðans dyr.
Samstarf þeirra félaga spannar á annan áratug en á síðasta ári gáfu þeir frá sér plötuna Við nyrstu voga með íslenskum sönglögum og er önnur plata væntanleg á árinu með ítölskum lögum en gestir munu fá að heyra valin lög af væntanlegri plötu á þessum tónleikum sem spanna allan tilfinningaskalann.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa yfir í um 90 mínútur.
Miðaverð: 2500 kr. og eru miðar seldir við innganginn. Tekið er á móti kortum og reiðufé.
Miðapantanir hjá [email protected].
Reglum um smitvarnir verður fylgt til hins ítrasta. Númeruð sæti.