Hrekkjavökuhryllingur – á Góu
14. March, 2021
Austuróp, óperuhópur kynnir sinn fyrsta viðburð, leikna tónleikadagskrá sem dansar á mörkum þess fagra og fáranlega, þess heillandi og hryllilega.
Fram kemur einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara af Héraði. Guðrún Sóley Guðmundsdóttir, Jarþrúður Ólafsdóttir, Margrét Lára Þórarinsdóttir, Nanna Imsland, Árni Friðriksson, Guðsteinn Fannar Jóhannsson og Úlfar Þórðarson láta ljós sitt skína, hljómsveitina skipa þeir Charles Ross, Torvald Gjerde og Wesley Stephens. Kynnir og listrænn stjórnandi er Hlín Pétursdóttir Behrens. Tónlistin m.a. eftir Tryggva M. Baldvinsson, Jóhann G. Jóhannsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Jórunni Viðar, Giuseppe Verdi, Claude-Michel Schönberg, Kurt Weill og Benjamin Britten.
Miðapantanir hjá [email protected], einnig eru miðar seldir við innganginn.
Reglum um smitvarnir verður fylgt til hins ítrasta.
Miðaverð kr. 2.500.
Verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði