Asparhúsið
Kaffihúsið er byggt úr íslenskri ösp sem var plantað í Vallanesi árið 1986 og ber nafnið Asparhúsið. Húsið var teiknað af Albínu Thordarson arkitekt en húsið er hið fyrsta þar sem notast var við íslenska ösp sem burðarefni í hús hér á landi. Í Vallanesi hefur verið plantað um 1 milljón trjáa og er viðurinn notaður til að skapa umgjörð og upplifun gesta með ýmsum hætti. Í Asparhúsinu er einnig rekin sælkeraverslun með vörum Móður Jarðar.