Á hverjum degi framleiðir Sesam brauðhús margar tegundir af brauði. Meðal annars úr súrdeigi sem við lögum frá grunni. Þar eru notuð ýmis spennandi hráefni sem blandað er í brauðin eftir kúnstarinnar reglum. Byggmjöl, rúgkjarnar, sólkjarnar, graskersfræ og spíraður rúgur er aðeins brot af sem notað er daglega til að gera brauðin algerlega einstök. Til dæmis er byggmjölið sem notað er í ýmsar vörur, framleitt hjá Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði.