Tærgesen

Gisti- og veitingahúsið Tærgesen er staðsett á besta stað á Reyðarfirði, í næsta nágrenni hafnarinnar. Hér má njóta góðra veitinga og notalegrar gistingar í virðulegum húsakynnum frá 1870 þar sem upprunalegur stíll hefur fengið að njóta sín. Þar er í boði gott úrval veitinga; morgunverður, réttur dagsins í hádegi og á kvöldin, grillréttir, fjórðungsins frægustu pizzur og auðvitað réttir af matseðli.