Stöddinn

Stöddinn er fiskibúð Austfjarðar á fjórum hjólum. Afurðir fyrirtækisins eru allar sjávartengdar og ber þar hæst að nefna siginn og kæstan fisk sem og harðfisk. Harðfiskurinn er þeirra aðalsmerki og selst eins og heitar lummur um allt Austurland.

Stöddinn leggur mikið upp úr því að afurðir fyrirtækisins séu aðgengilegar íbúum Austurlands. Hægt er að panta vörur hjá fyrirtækinu í gegnum síma eða tölvupóst og er þeim komið til kaupenda einu sinni í viku við N1 á Reyðarfirði.