Rúllandi snjóbolti
14. July, 2018 - 19. August, 2018
Alþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti/11“ verður opnuð laugardaginn 14. júlí nk. kl. 15:00 í Bræðslunni á Djúpavogi sem breytt hefur verið í sýningarsal. Alls taka 28 listamenn frá Íslandi, Evrópu, Ameríku og Asíu þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC). Heiðursgestur opnunarhátíðar sýningarinnar verður Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Listamenn sem taka þátt í ár eru:
Anna Líndal / Árni Guðmundsson / Arnoud Noordegraaf / Áslaug Thorlacius / Bill Aitchison / Björn Roth / Erling Klingenberg / Fahrettin Orenli / Gerald Van Der Kaap / Hrafnkell Sigurðsson / Irina Birger / Kan Xuan / Magnús Pálsson / Nie Li / Oey Tjeng Sit / Peer Veneman / Persijn broersen & Margit Lukacs / Ráðhildur Ingadóttir / Ragnhildur Jóhanns / Ronny Delrue / Svava Björnsdóttir / The Hafnia Foundation / Þór Vigfússon / Wei Na / Yang Ah Ham / Yang Zhi Qian / Zhang Zhen Xue.
Nánari upplýsingar veitir Greta Mjöll Samúelsdóttir menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps [email protected] S:697-5853.