Handstöður & Movement workshop

12. September, 2020

SIMPLY YOGA stendur fyrir vinnustofu á Egilsstöðum.

Hefur þig alltaf langað að standa á höndum? Eða kanntu það og langar að læra meira?

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði handstöðunnar og hvernig skal byggja hana upp frá grunni. Við munum skoða tæknilegar æfingar, kynnast mismunandi handstöðum og hvernig best er að undirbúa sig fyrir handstöðuna sína.

Frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem líður vel á hvolfi, vilja bæta við sig tækni og ögra jafnvæginu. Hentar einnig byrjendum þar sem allir geta tekið þátt og ekki gert ráð fyrir neinum bakgrunni.

MOVEMENT 3 KLST

Hreyfing líkamans þar sem blandað er saman hinum ýmsu hreyfilistum við leiki og teygjur. Sækjum innblástur frá jóga, dansi, bardagalistum, fimleikum og öllu sem að kveikir áhuga. Aðferðafræði MOVEMENT býður upp á að byrjendur og lengra komnir æfi saman. Hver æfing er breytileg og því hægt að velja auðveldar, miðlungs eða erfiðar útfærslur. Hver og einn iðkandi lærir að þekkja sín eigin mörk og auka líkamsvitund í gegnum hreyfingu.

Nánari upplýsingar og skráning hér.