Bræðslan
29. July, 2017 - 30. July, 2017
Tónlistarhátíðin Bræðslan hefur verið haldin á Borgarfirði eystri síðan árið 2005 í gamalli síldarbræðslu sem hentar, ótrúlegt en satt, frábærlega fyrir tónleikahald.
Meðal listamanna sem hafa komið fram á Bræðslunni eru: Megas, Damien Rice, Þursaflokkurinn, Eyvör, Of monsters and men, Mannakorn, Glen Hansard, Emiliana Torrini, Belle & Sebastian og Hjálmar.
Bræðslan er tónlistarhátíð sem leggur áherslu á fagmannlega umgjörð og metnaðarfulla dagskrá, en umfram allt að efla menningarlíf á Borgarfirði og Austurlandi. Hátíðin hlaut Eyrarrósina árið 2010 fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.
Bræðslutónleikarnir sjálfir fara ætíð fram á laugardagskvöldinu en dagana á undan eru fjölbreyttir Off-Venue tónleikar í Fjarðarborg, í Álfacafé og víðsvegar um þorpið.
Borgarfjörður eystri er án vafa eitt fallegasta byggðarlag landsins, með alla helstu þjónustu fyrir tónleikagesti.