Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi
17. June, 2020 - 1. September, 2020
Á dögunum hlutu Minjasafn Austurlands, Tækniminjasafnið á Seyðisfirði, Sjóminjasafnið á Eskifirði og Gunnarsstofnun tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir sýninguna „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi?“.
Sýningin var hluti af stóru samstarfsverkefni sem níu mennta-, menningar- og rannsóknarstofnanir á Austurlandi tóku höndum saman um í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Á sýningunni eru aðstæður barna á árunum 1918 og 2018 bornar saman og speglaðar við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í tilefni af tilnefningunni hefur sýningin nú verið sett upp að nýju í Sláturhúsinu.