Á Hreindýraslóðum
Veitingasala er á Skjöldólfsstöðum með bæði mat, kaffi og áfengi ásamt gosi, ís og sælgæti. Á matseðli er meðal annars matur úr Héraði – silungur, lamb og hreindýr. Hægt er að fá hreindýrabollur, kjötsúpu, hreindýra- og lambaborgara, steikur og fleira. Með kaffinu er boðið upp á heimabakað bakkelsi. Á neðri hæð veitingasalar er barnahorn með sjónvarpi, dvd-spilara, leikföngum, dýnum og púðum. Á staðnum fást einnig minjagripir úr Héraði.