Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Fljótsdal

Fljótsdalur

Dæmi um gönguleiðir

Hengifoss, Strútsfoss, Ranaskógur, Tröllkonustígur, Fossagangan, Fossahringurinn

Menningarsetur/söfn

Óbyggðasetrið, Skriðuklaustur, Snæfellsstofa

Íbúafjöldi

86

Fljótsdalur er veðursæll dalur á Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót, sem um hann rennur. Dalurinn er djúpur og breiður, veðursæll og snjóléttur. Landbúnaður er stundaður á svæðinu, skógrækt og ferðaþjónusta.

Hengifoss

Það er gróðursælt og fallegt í Fljótsdalnum og þar er margar náttúruperlur að finna, tignarlega fossa, gróna skóga og fleira. Vatnajökulsþjóðgarður er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu og þar er margt að sjá. Hann er sérstakur á heimsvísu vegna fjölbreyttra landslagsforma sem hafa orði til vegna samspils eldvirkni og jökla. Ranaskógur, Hengifoss og Strútsfoss eru dæmi um aðra staði sem vert er að skoða.

Snæfell

Einnig er fróðlegt og skemmtilegt að fara í menningar- og fræðasetrið Skriðuklaustur, gestastofuna Snæfellsstofu og Óbyggðasetrið.

Önnur Bæjarfélög