Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Dalatanga

Enn standa tveir vitar á Dalatanga.

Dalatangi er eitt einangraðasta býli landsins en þangað er stundum ekki fært á bíl yfir veturinn.

Dalatangi

Vegalengd frá Egilsstöðum

56 km.

Dæmi um gönguleiðir

Austdalur – Skálanes – Dalatangi, Skálanes – Dalatangi (Skollaskarð)

Íbúafjöldi í Mjóafirði

25

Vefsíða

Vefsíða

Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, fram hjá fossum og dalgiljum. Þegar Dalatangi birtist er því líkast sem maður sé staddur á eyju inni í landi. Austar er ekki hægt að aka. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Vitavörðurinn á Dalatanga

Afþreying

Á Dalatanga er veðurathugunarstöð og hafa þar farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938. Þar er einnig fallegt býli og túnjaðrar þess nema við sjávarbrúnir. Ábúendur á Dalatanga sjá um að sýna gestum vitana en þeir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu. Eldri vitinn var reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Otto Wathne 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti og steinlím á milli. Yngri vitinn sem er enn í notkun var reistur 1908.

Hundalíf

Á Dalatanga er mögnuð náttúrufegurð og stórfenglegt útsýni. Það er um að gera að rölta um svæðið, njóta náttúrunnar og umhverfisins. Hægt er að ganga frá Austdal í Seyðisfirði á Dalatanga, einnig er gönguleið á milli Skálaness og Dalatanga um Skollaskarð.

Katrín Oddsdóttir

Dalatangi í Mjóafirði er mitt allra mesta uppáhald. Þar stendur skærappelsínugulur og ægifagur kastalavitinn sem við heyrum svo oft nefndan í veðurfréttum. Til að komast á Dalatanga fer maður um Mjóafjörð, sem lengi var minnsta sveitarfélag landsins og er ein afskekktasta byggð okkar eyju. Alla leiðina úteftir firðinum ertu að aka í gegnum stórbrotna náttúru og ef til vill er vegurinn ekki fyrir viðkvæmustu sálir þessa lands en ef þú ert með ævintýrahjarta sem slær ertu á leiðinni í Mjóafjörð. Kyssið þið núvitann frá mér elskurnar!

Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur

Önnur Bæjarfélög