Vinnslustjóri óskast – Seyðisfjörður

Síldarvinnslan hf. óskar eftir að ráða vinnslustjóra í frystihús félagsins á Seyðisfirði.
Í frystihúsinu er unninn þorskur, ufsi og ýsa ýmist ferskt eða frosið. Unnið er úr
3.500 tonnum á ári.

Helstu verkefni:
• Dagleg stjórnun og skipulagning fiskvinnslunnar
• Almenn verkstjórn
• Ábyrgð á gæðakerfi félagsins
• Ábyrgð á samskiptum við þjónustuaðila, verktaka, starfsmenn og birgja

Menntunar og hæfniskröfur:
• Reynsla af stjórnun er kostur
• Reynsla og/eða menntun í sjávarútvegi
• Reynsla af verkstjórn og starfsmannahaldi
• Góð tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Heiðarleiki og nákvæmni
• Stundvísi og reglusemi

Nánari upplýsingar veitir Hákon Ernuson í síma 895 9909 eða [email protected]
og Sigurður Steinn Einarsson í síma 867 6858 eða [email protected].
Umsóknir skulu sendar með tölvupósti á netfangið [email protected]