Verkstjórar í vinnuskóla Múlaþings

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir eftir verkstjórum í Vinnuskóla Múlaþings sumarið 2021 á starfstöðvar vinnuskólans á Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði.

Verkstjóri stýrir verkefnum sumarstarfsins og þarf að hafa reynslu á þessu sviði, útdeilir verkefnum til flokkstjóra vinnuhópa og þarf að skipuleggja fram í tímann.

Verkstjóri starfar undir stjórn þess sem hefur yfirumsjón með vinnuskólanum og hefur undir sinni stjórn flokkstjóra í vinnuskóla á viðkomandi stað.

Verkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ber daglega ábyrgð og hefur yfirumsjón með starfsemi og nemendum vinnuskóla Múlaþings í viðkomandi bæjarkjarna í samvinnu við yfirmenn.
 • Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan starfsfólks og nemenda í vinnuskólanum.
 • Hefur samskipti við foreldra og forráðafólk nemenda vinnuskóla.
 • Hefur samskipti við viðeigandi stofnanir og deildir sveitarfélagsins, auk yfirvalda, ef þörf krefur.
 • Forgangsraðar, samræmir og setur flokkstjórum vinnuskóla fyrir verkefni og tekur þátt í störfum þeirra.
 • Leiðbeinir flokkstjórum um verklag og aðferðir og hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum flokkstjórar eigi að sinna.
 • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
 • Staðfestir vinnutíma nemenda og flokkstjóra vinnuskóla og skilar til yfirmanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Bílpróf.
 • Góð færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
 • Reynsla af, og áhugi á, að vinna með og fræða ungt fólk.
 • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
Deila