Verkefnastjóri Mannauðs

Leitað er að einstaklingi með frábæra samskipta- og leiðtogahæfileika. Þekking og reynsla við
breytinga- og teymisstjórnun nauðsynleg.

Helstu verkefni:

● Innleiðing breytinga í samvinnu við stjórnendur
● Framkvæmd, þjónusta og þróun mannauðsog vinnuverndarmála
● Innleiðing kjarasamninga og umsjón með launaákvörðunum
● Stuðningur og þjálfun stjórnenda á sviði mannauðstengdra verkefna
● Eftirlit með mannauðsupplýsingum og skráningu upplýsinga í mannauðskerfi
● Innleiðing og yfirumsjón með jafnlaunavottun
● Yfirumsjón með skipulagi fræðsluog starfsþróunarsamtala
● Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. um líðan starfsfólks
● Aðkoma að stefnumótun og þróun sveitarfélagsins

Menntun, hæfni og reynsla:

● Háskólamenntun í mannauðsstjórnun skilyrði
● Reynsla og þekking á mannauðsmálum og breytingastjórnun skilyrði
● Leiðtogahæfni og reynsla af verkefnastjórnun skilyrði
● Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
● Reynsla af stefnumótun og teymisstarfi er æskileg
● Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfsfærni
● Góð tungumálakunnátta og færni í tjáningu í ræðu og riti
● Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun
● Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð

Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður munu sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum.
Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.

Umsækjendur geta valið aðalsstarfsstöð í einu af sveitarfélögunum fjórum en munu þjóna öllum íbúum og starfsfólki nýja sveitarfélagsins. Mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í september 2020.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is