Verkefna og rekstrarstýring á Austurland

VHE ehf. leitar að öflugum einstaklingi til starfa á framleiðslusvið fyrirtækisins á Austurlandi.

Um er að ræða fullt starf á skemmtilegum vinnustað við fjölskylduvænar aðstæður.

Í starfinu felst m.a:

  • Tilboðsgerð
  • Verkefnastjórnun
  • Rekstrarstjórnun
  • Áætlana- og ferlagerð
  • Umsjón og utanumhald með verkbókhaldi
  • Ýmislegt annað sem til fellur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði verk-/tæknifræði eða sambærilegu
  • Þekking og reynsla af vélahönnun og verkefnastjórnun er æskileg, en efnilegir nýútskrifaðir einstaklingar koma líka til greina
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og skipulagi
  • Áhugi fyrir fjölbreytileika í starfi ásamt frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sæktu um á Alfreð.is