Verkamaður – Reyðarfjörður

Vegagerðin auglýsir laust starf verkamanns eða vélamanns á þjónustustöðinni á Reyðarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu á starfssvæði þjónustöðvar á Reyðarfirði
  • Meðal verka er viðhald á vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði ásamt annarri vinnu í starfsstöð

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Almenn ökuréttindi
  • Vinnuvélaréttindi / meirapróf æskilegt
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjállfstætt sem og í hóp
  • Gott vald á íslensku
  • Góð öryggisvitund
  • Almenn tölvukunnátta

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL starfsgreinafélag hafa gert.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er ertir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um r´ðaningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Hinrik Þór Oliversson yfirverkstjóri þjónustustöðvar á Reyðarfirði – 522 1000, hinrik.th.oliversson@vegagerdin.is

Umsóknarfrestur er til og með 4. september 2023 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Vegagerðarinnar: Laus störf hjá Vegagerðinni | Laus störf | Vegagerðin (vegagerdin.is)