
Vélvirki/bifvélavirki á Reyðarfirði
Eimskip leitar að skipulögðum og verkefnadrifnum starfsmanni í stöðu vélvirkja/bifvélavirkja á þjónustuverkstæði félagsins, Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði.
Um er að ræða fullt starf í dagvinnu þar sem unnið er frá klukkan 08:00 – 17:00 virka daga, nema föstudaga til klukkan 16:00. Viðkomandi þarf að hafa sveigjanleika til að geta unnið lengur ef þörf krefur og geta tekið bakvaktir einu sinni í mánuði.
Eimskip er með sex starfsstöðvar á Austurlandi, tvær á Reyðarfirði auk starfsstöðva í Neskaupstað, á Djúpavogi, Egilsstöðum, og Höfn í Hornafirði. Þjónustuverkstæðið þjónustar stóran tækjaflota fyrirtækisins á öllu Austurlandi og er því um að ræða líflegt og skemmtilegt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og viðgerðir á tækjum
- Bilanagreining
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vélvirki, bifvélavirki eða sambærileg iðnmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af viðgerðum á lyfturum eða vinnuvélum er kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum