Vélamenn Reyðarfirði og Höfn

Störf vélamanna hjá þjónustustöðvum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði og Höfn eru laus til umsóknar. Tvö störf eru laus á Reyðarfirði og eitt á Höfn, allt 100% störf.

Starfssvið

• Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega
• Ýmis vinna í starfsstöð Menntunar- og hæfniskröfur
• Almennt grunnnám
• Almenn ökuréttindi, meirapróf er æskilegt
• Vinnuvélaréttindi
• Reynsla af ámóta störfum æskileg
• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
• Góðir samstarfshæfileikar

 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 27. september 2017. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfang [email protected]. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin veita Ari Guðmundsson yfirverkstjóri á Reyðarfirði í síma 522-1961 og Reynir Gunnarsson yfirverkstjóri á Höfn í síma 522-1991.