VÉLAMAÐUR Í ODDSSKARÐI

Skíðamiðstöðin Oddsskarði óskar eftir vélamanni fyrir skíðaveturinn 2020-2021. Um er að ræða 80% – 100% starf.

Helstu verkefni:

  • Troða brautir utan hefðbundins vinnutíma.
  • Lyftuvarsla og undirbúningur skíðasvæðis svo sem uppsetning í byrjun dags og frágangur í lok dags.
  • Aðstoða gesti við að komast í og úr skíðalyftum ásamt stjórnun á skíðalyftum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Vinnuvélaréttindi.
  • Góða þjónustulund.
  • Geta unnið sjálfstætt, undir álagi og utan hefðbundins vinnutíma.
  • Hafa gaman af útiveru.
  • Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

2020 Starfslýsing Troðara – og lyftuvörður.pdf

Leitað er að einstaklingum með ríka þjónustulund og hæfni til að vinna undir álagi, með góða þjónustulund og brennandi áhuga á útisvist og skíðamennsku.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.  Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Sigurðardóttir forstöðumaður, í síma 898-3310 eða með tölvupósti [email protected]

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.