Vegagerðin – Vélamaður óskast á Vopnafirði

Starf véla­manns á starfs­stöð Vega­gerð­ar­innar á Vopna­firði er laust til umsóknar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn dagleg þjón­usta á vega­kerfinu á starfs­svæði Vega­gerð­ar­innar á Vopna­firði og Þórs­höfn.
 • Viðhald á t.d. vegstikum, umferð­ar­merkjum og öðrum vegbúnaði.
 • Ýmis vinna í starfs­stöð á Vopna­firði.

Hæfnikröfur

 • Almenn menntun
 • Vinnu­véla­rétt­indi og meira­próf bifreiða­stjóra
 • Góð tölvu­kunn­átta
 • Reynsla af sambæri­legum störfum æskileg
 • Hæfni í mann­legum samskiptum
 • Frum­kvæði og hæfni til að vinna sjálf­stætt sem og í hóp
 • Góð kunn­átta í íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

 • Laun samkvæmt gild­andi kjara­samn­ingi sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og viðkom­andi stétt­ar­félag hafa gert.
 • Vega­gerðin er eftir­sókn­ar­verður vinnu­staður. Áhuga­samir einstak­lingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
 • Í umsókn­inni komi fram persónu­legar upplýs­ingar ásamt þeim hæfni­kröfum sem óskað er eftir.
 • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðn­ingu hefur verið tekin.

Starfs­hlut­fall er 100 %.
Umsókn­ar­frestur er til og með 25.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

Björn H Sigur­björnsson – bjorn.h.sigur­[email protected]­gerdin.is

Sími 522 1000

Sækja um starf

Deila