Vaktstjóri í farsóttarhúsi – Egilsstaðir

Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir að ráða í starf vaktstjóra í farsóttarhús á Egilsstöðum. Um tímabundið starf er að ræða til 30. september 2020.

Vinnutími getur verið breytilegur (dagvinna, eftirvinna, næturvinna) og gerð er krafa um bakvaktir utan vinnutíma.

Helstu verkefni

● Almenn störf í farsóttarhúsi skv. verklagi
● Mönnun vakta í farsóttarhúsi og verkstýring starfsfólks
● Tengiliður við utanaðkomandi aðila
● Umsjón innlagnabeiðna og gestkomu

Hæfnikröfur

● Reynsla af sambærilegum störfum kostur
● Þekking og/eða reynsla af neyðarvörnum kostur
● Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
● Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
● Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.