Útibússtjóri Verkís á Reyðarfirði

Verkís leitar að reyndum verkfræðingi, tæknifræðingi eða byggingafræðingi í stöðu útibússtjóra stofunnar á Reyðarfirði. Útibússtjóri sér um daglegan rekstur útibúsins og heyrir undir sviðsstjóra Starfsstöðvasviðs. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegur rekstur útibús, þ.m.t. fjármál og mannauðsmál
  • Markaðsmál, verkefnaöflun og tilboðsgerð
  • Verkefnastjórnun og almenn verkefnavinna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði
  • Reynsla af almennri stjórnun eða verkefnastjórnun
  • Góðir leiðtoga- og skipulagshæfileikar
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veita
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri Starfsstöðvasviðs, [email protected]
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2021.

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2021.

Sótt er um á hér.

Deila