Útibússtjóri á Egilsstöðum

Við leitum að framsæknum og metnaðarfullum leiðtoga með brennandi áhuga á að veita viðskiptavinum góða þjónustu, ásamt því að vera tilbúinn að leggja sitt af mörkum í vegferð bankans inn í stafræna framtíð. Útibússtjóri heyrir undir svæðisstjóra Norður og Austurlands og starfar í þéttu samstarfi við aðra stjórnendur á svæðinu. Útibú Arion banka á Egilsstöðum veitir einstaklingum og fyrirtækjum fjölbreytta fjármálaþjónustu og starfsfólk kappkostar að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni

Framfylgja stefnu bankans og tryggja sterka liðsheild
• Ábyrgð á daglegri stjórnun útibúsins
• Ábyrgð á þjónustu og viðskiptatengslum
• Stefnumótandi verkefni í samvinnu við svæðisstjóra

Hæfniskröfur

Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptafærni
• Reynsla af stjórnun
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Þekking á lánamálum fyrirtækja og einstaklinga er kostur
• Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
• Umbótahugsun, frumkvæði og drifkraftur

Nánari upplýsingar um starfið veita Ingi Steinar Ellertsson svæðisstjóri, sími 460 5433, netfang [email protected] og Brynja B. Gröndal mannauðsstjóri, sími 444 6386, netfang [email protected]
Sótt er um starfið á arionbanki.is/storf. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2020.
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Arion banki er skráður á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál. Arion banki er jafnlaunavottaður en það felur í sér formlega staðfestingu á því að fagleg vinnubrögð séu til staðar við ákvörðun launa og að starfsfólki í jafnverðmætum störfum sé ekki mismunað.

Deila