Upplýsinga-og kynningarmál í Múlaþingi

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra upplýsinga-og kynningarmála hjá Múlaþingi. Um er að ræða 100% starf frá og með 1.febrúar nk.

Múlaþing óskar eftir því að ráða öflugan verkefnastjóra í mjög fjölbreytt og lifandi starf. Meginmarkmið starfsins er að efla upplýsinga-og kynningarmál í Múlaþingi.

Næsti yfirmaður er atvinnu-og menningarmálastjóri Múlaþings.

Starfskraftur er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings, Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti við stoðstofnanir og hagsmunaðila á starfssviðinu fyrir hönd Múlaþings t.d. samsráðshópa.
Samskipti við aðila á sviði atvinnumála í sveitarfélaginu öllu, sinnir ráðgjöf varðandi starfssvið sitt.
Skipuleggur og stýrir fundum með félagasamtökum, fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum á starfssviði sínu.
Yfirumsjón með upplýsinga- og kynningarmálum, útgefnu efni, fréttatilkynningum og fréttabréfum sem gefin eru út fyrir sveitarfélagið.
Staðfestir reikninga vegna aðkeyptra aðfanga sem heyra beint undir hann.
Umsjón með verkefnum á sínu starfssviði.
Samstarf við atvinnulífið eftir því sem við á.
Samskipti og samstarf við sérverkefni á Egilsstöðum, Djúpavogi, Seyðisfirði og Borgarfirði eystra
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Góð tungumálakunnátta, a.m.k. íslensku og ensku.
Gerð er krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Gerð er krafa um mikla þekkingu á upplýsinga- og kynningarmálum.
Góð þekking á samfélagsmiðlum, leitarvélabestun ofl. er varðar kynningu og markaðssetningu á internetinu.
Góð tölvukunnátta skilyrði.
Gott vald á að skrifa texta, búa yfir góðri þekkingu á samskiptamiðlum.
Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum