Umsjónarkennari

Seyðisfjarðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngsta stigi í 100% stöðu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár grunnskóla í samráði við skólastjóra og aðra kennara með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
  • Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni
  • Frumkvæði í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og Kennarasambands Íslands.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri í síma 866 8302 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Umsjónarkennari. | Seyðisfjarðarskóli | Fullt starf Seyðisfjörður | Alfreð (alfred.is)