TÓNLISTARKENNARI VIÐ TÓNLISTARSKÓLA ESKIFJARÐAR OG REYÐARFJARÐAR – PÍANÓ

Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar óska eftir að ráða tónlistarkennara í fullt starf frá og með 1. ágúst 2022 skólaárið 2022-2023.

Kennsla fer fram að mestu á skólatíma. Tónlistarskólinn býr að góðri aðstöðu og er til húsa í sama  húsnæði og grunnskólarnir á Eskifirði og Reyðarfirði.

Allir nemendur eru í grunnnámi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla á píanó
  • Möguleiki á kennslu á fleiri hljóðfæri ef áhugi er fyrir hendi
  • Möguleiki á tónfræðikennsla

Menntun og hæfniskröfur

  • Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð menntun sem nýtist í starfi
  • Góð færni í hljóðfæraleik
  • Reynsla af kennslu/ lúðrasveitarstörfum eða menntun í uppeldisfræði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð

Starfslýsing tónlistarkennara.pdf

Umsóknir og umsóknarfrestur       

Staðan er laus frá 1. ágúst 2022. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ/FÍH. Umsóknarfrestur er til 25. maí.

Hvetjum eintaklinga af öllum kynjum að sækja um.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Upplýsingar veitir skólastjóri Gillian Haworth (Dillý) í síma 8659168 netfang [email protected]

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér