Tjarnarskógur auglýsir stöðu í móttökueldhús á Skógarland

Menntunar- og hæfniskröfur eru:
• Góð kunnátta í matargerð og bakstri.
• Marktæk reynsla af vinnu í mötuneyti eða í sambærilegu starfi.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði í starfi.
• Jákvæðni og áhugasemi.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Snyrtimennska og stundvísi.

Menntun á sviði matartækni eða sambærileg menntun æskileg. Hefur umsjón með innkaupum
fyrir báðar starfsstöðvar, þ.e. Tjarnarland og Skógarland.
Umsóknarfrestur er til 27. mars.
Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 187 börn á tveimur starfsstöðvum. Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenningar Howards Gardners í starfsaðferðum sínum og einkunnarorð
skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska.
Við hvetjum bæði kynin til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Herdís, skólastjóri í síma 4700660 eða á netfanginu [email protected].
Umsóknum með ferilskrá skal skilað á ofangreint netfang.
Einnig er hægt að sækja um á http://tjarnarskogur.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn