Þroskaþjálfi við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla

Leitað er að þroskaþjálfa sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að starfa sem þroskaþjálfi, starfsreynsla er æskileg.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Eggert Ólafsson skólastjóri [email protected]; s:897 1962

Umsóknir og umsóknarfrestur

Staðan er laus frá 1. ágúst 2021. Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Þroskaþjálfafélag Íslands Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Sæktu um hér.

Deila