Þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum í Fjarðabyggð

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund í starf þjónustufulltrúa í útibú Landsbankans á Reyðarfirði.

Helstu verkefni

  • Fjármálaráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
  • Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu bankans
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og/eða önnur reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur
  • Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veita Sigurður Ásgeirsson útibússtjóri ([email protected]) og Guðrún Kvaran mannauðsráðgjafi ([email protected]). Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl nk.

Sktu um hér.
Deila