Sumarstörf Íþróttamiðstöð Egilsstöðum

 

Auglýst er eftir sumarstarfsfólki i íþróttamiðstöð og sundlaug.

Um er að ræða 100% starf sumarið 2023. Unnið er á vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit og gæsla í sundlaug. Almenn þrif og annað sem til fellur
  • Almenn afgreiðsla og uppgjör í lok vaktar
  • Þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar
  • Almenn þrif og annað sem til fellur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Góð málakunnátta, s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál kostur
  • Reynsla er kostur
  • Viðkomandi þarf að standast námskeið í björgun og skyndihjálp og sundpróf fyrir laugaverði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Vinnustaðir Múlaþings eru tóbakslausir og fjölskylduvænir.

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is.

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá.

Nánair upplýsingar veitir Guðmundur Birkir Jóhannsson forstöðumaður í síma 845 1707 eða á netfangið [email protected]