
Sumarstörf í búsetuþjónustu
Um er að ræða vaktavinnu og í boði eru hlutastörf eða allt að 100% störf.
Í búsetuþjónustu er veitt aðstoð til fatlaðs fólks við athafnir daglegs lífs s.s. heimilisstörf, persónulega aðstoð, félagslega þátttöku og tómstundir.
Leitað er að áhugasömu fólki með almenna kunnáttu í heimilisstörfum og umönnun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Íslenskukunnátta.
- Ökuréttindi eru æskileg.
- Þekking og reynsla sem nýtist í starfi væri kostur.