Sumarstörf hjá Eimskip á Reyðarfirði

Eimskip leitar að öflugum einstaklingum í sumarstörf í skipaafgreiðslu og í hleðsluskála hjá Alcoa Stevedoring við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Um er að ræða vaktavinnu. Annars vegar 12 tíma dag- og næturvaktir í hleðsluskála þar sem unnið er í 5 daga og frí í 5 daga, svo á bryggju þar sem unnið er á vöktum á virkum dögum.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Lestun og losun skipa
  • Gámafærslur
  • Almenn lyftaravinna
  • Tölvuskráning
  • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Lyftararéttindi æskileg
  • Almenn tölvukunnátta
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framtakssemi, stundvísi og almenn hreysti

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um á heimasíðu félagsins, eimskip.is. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika umsækjenda á starfi.

Nánari upplýsingar veita Páll Friðjónsson, ([email protected]), í síma 825 7062 og Kristinn Þór
Jónasson ([email protected]) í síma 825 2176. Eingöngu er tekið er á móti umsóknum í gegnum
heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2021.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Deila