
Sumarstörf á Eyrarvöllum – Neskaupstað
Leikskólinn Eyrarvellir í Neskaupstað auglýsir eftir fólki í sumarafleysingar í júní og ágúst. Leikskólinn er 6 deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
- Grunnskólapróf
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
- Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
- Ánægja að starfa með börnum
- Ábyrgð og stundvísi
- Góð íslenskukunnátta
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar gefur Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í síma 477-1460/847-8232 eða á [email protected] eða Sigurveig H. Dagbjartsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 477-1462 eða á [email protected]
Launakjör eru samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021
Sækið um hér.
Deila