Sumarstörf á Egilsstaðarflugvelli

Isavia óskar eftir starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu og á vélaverkstæði

Egilsstaðaflugvallar. Helstu verkefni eru
björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar
og umhverfis hans sem og viðhald á tækjum.
Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun
og þolpróf.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson
umdæmisstjóri, [email protected].
Starfsstöð: Egilsstaðir

Hæfniskröfur
• Meirapróf er skilyrði
• Reynsla af slökkvistörfum og
vinnuvélapróf er kostur
• Iðnmenntun sem nýtist í starfi
er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta

Isavia innanlands ehf. er dótturfyrirtæki
Isavia sem annast rekstur allra innanlandsflugvalla og fellur starfið því undir starfsemi þess.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það  staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNIR:
ISAVIA.IS/ATVINNA