Sumarstörf á Egilsstaðaflugvelli

Isavia innanlandsflugvellir óska eftir starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu og á vélaverkstæði Egilsstaðaflugvallar. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar og umhverfis hans sem og viðhald á tækjum. Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og þolpróf.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf er skilyrði
  • Meirapróf er kostur
  • Reynsla af slökkvistörfum og vinnuvélapróf er kostur
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Deila