Sumarstörf 2019 – Seyðisfjörður

A.

Yfirflokkstjóri:

Auglýst er eftir tveimur yfirflokkstjórum sem hafa umsjón með vinnuskóla og unglingavinnu. Daglegur vinnutími er 8 tímar. Yfirflokkstjóri starfar undir stjórn bæjarverkstjóra.

Starf yfirflokksstjóra felst í að:

*Stjórna starfi flokksstjóra, vinnuskóla og sumarvinnu barna og unglinga.
*Leiðbeina og fræða um störf og verklag í sumarvinna.
*Vinna að góðum starfsanda og liðsheild.
*Skýrsluhald um mætingu, viðveru og ástundun barna og ungmenna við sumarstörf.
*Skilar skýrslu í lok tímabils um starfið á sumrinu.

Umsækjendur þurfa:

*Að vera 25 ára eða eldri.
*Hafa bílpróf.
*Vera reyklausir.
*Vera nemendum fyrirmynd hvað varðar stundvísi, ástundun og framkomu.
*Hafa reynslu af stjórnun og góða færni í samskiptum.
*Geta tekið frumkvæði og vera sjálfstæðir og skipulagðir í störfum.

 

Flokkstjórar:

Auglýst er eftir tveimur flokkstjórum. Flokkstjórar vinna með hópum og eru undir stjórn yfirflokkstjóra. Daglegur vinnutími er 8 tímar. Umsækjendur munu starfa með ungu fólki að viðhaldi og uppbyggingu grænna svæða og útliti bæjarins.

Starf flokksstjóra felst í að:

*Stjórna starfi, sumarvinnu barna og unglinga og leiðbeina og aðstoða við störf og verklag í sumarvinnunni.
*Vera ábyrgur fyrir starfi hópsins sem undir viðkomandi heyrir og hefur eftirlit með mætingu og ástundun.

Umsækjendur þurfa:

*Að vera 20 ára eða eldri.
*Hafa bílpróf.
*Vera reyklausir.
*Vera nemendum fyrirmynd hvað varðar stundvísi, ástundun og framkomu.
*Hafa reynslu af stjórnun og góða færni í samskiptum.
*Geta tekið frumkvæði og vera sjálfstæðir og skipulagðir í störfum.

Starfstími flokkstjóranna er áætlaður 10 – 12 vikur.

 

B.

Starfsmaður á sláttuvél:
*Krafa er gerð um vinnuvélaréttindi.

Starfsmaður á dráttarvél:
*Krafa er gerð um vinnuvélaréttindi eða bílpróf.  

 

C. Unglingavinna: Fædd 2003 og 2004. (15 og 16 ára).

*Stefnt er að 10 vinnuvikum  (júní-júlí-ágúst).
*Daglegur áætlaður vinnutími 7 stundir (kl. 8.00 -12.00  og 13-16.00) mánudaga til fimmtudaga eða föstudaga. Ræðst af fjölda þátttakenda. Liggur fyrir lok umsóknarfrests.

 

D. Vinnuskóli: Fædd 2005 (14 ára).

*Stefnt er að 6 vinnuvikum (júní-júlí).
*Daglegur vinnutími 4 stundir (kl.8.00-12.00).

 

E. Ungmennavinna.

*Eldri en 16. ára.
*Fjöldi vinnuvikna 10-12. Hluti þessa hóps vinnur með hópum C og D en aðrir undir stjórn bæjarverkstjóra.
*Daglegur vinnutími áætlaður 7 tímar.

 

Þeir sem ráðnir eru til sumarstarfa hjá Seyðisfjarðarkaupstað, til að starfa með börnum og ungmennum, þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. grein laga nr. 70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem fram koma í henni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnlaugur Friðjónsson bæjarverkstjóri í síma 896-1505 netfang [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2019.

Umsókn þarf að innhalda almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi.

 

Seyðisfirði 24. apríl 2019

Bæjarverkstjóri

Sótt er um störfin HÉR