Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

Að þessu sinni leitum við að kvenkyns starfsmanni í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Um er að ræða 100% starf.
Unnið er á vöktum og þriðju hverja helgi.

Starfið felst í:
– Eftirlit og gæsla í íþróttamiðstöð.
– Almenn afgreiðsla og uppgjör í lok vaktar.
– Þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar.
– Almenn þrif.
– Annað það sem til fellur
Hæfniskröfur:
– Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
– Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
– Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál kostur.
– Reynsla af starfi í íþróttahúsi er kostur.

Allar frekari upplýsingar veitir Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar,
í síma 860 3139 eða á netfanginu [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2019.
Umsóknir berist til Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 26, Egilsstöðum
eða á netfangið [email protected]

Deila