Stuðningsfulltrúi við Egilsstaðaskóla

Við Egilsstaðaskóla er laust til umsóknar starf stuðningsfulltrúa. Um er að ræða 80-100% starf annars vegar en 30% starf hins vegar í Frístund, sem er lengd viðvera yngstu nemendanna.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Felur í sér stuðning við nemendur í kennslustundum.
  • Hefur umsjón með nemendum í hádegi og frímínútum.
  • Starfar í Frístund, sem er lengd viðvera yngstu nemendanna.
  • Tekur þátt í þverfaglegu starfi árgangateyma.
  • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám æskilegt.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni og vera tilbúinn að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Áhugi á að starfa með börnum og á auðvelt með að eiga samskipti við þau.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.