Starfstækifæri fyrir rafiðnaðarmenn – Reyðarfjörður

Alcoa Fjarðaál leitar að góðum rafiðnaðarmönnum í fjölbreytt störf.
Teymi iðnaðarmanna sinna viðhaldi búnaðar á framleiðslusvæðum.
Framleiðslan er mjög tæknivædd og mikið um iðnstýringar. Áhersla er
lögð á fyrirbyggjandi viðhald sem tekur mið af raunverulegu ástandi
búnaðarins.

Hvers vegna að velja starf hjá Fjarðaáli?
• Góð laun og fjölskylduvænn vinnutími.
• Tækifæri til starfsþróunar í gegnum þjálfun, fræðslu
og fjölbreytta starfsreynslu.
• Ýmis fríðindi á borð við akstur til og frá vinnu, gott mötuneyti,
heilsugæslu og velferðarþjónustu.
• Fjarðaál á að vera vinnustaður þar sem komið er fram við alla
af vinsemd og virðingu.
• Heilsa og öryggi starfsfólks eru ávallt forgangsmál.
• Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga séu lykillinn
að árangri.
• Við erum framsækin í jafnréttismálum og viljum fjölga konum
í hópi rafiðnaðarmanna.

Frekari upplýsingar veitir Jón Þór Björgvinsson í gegnum netfangið
[email protected] eða í síma 470 7700.
Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um störfin.
Hægt er að sækja um störfin á www.alcoa.is til miðvikudagsins 22. janúar.