Starfsmaður í timbursölu

Húsasmiðjan á Egilsstöðum leitar að öflugum liðsauka í timbursölu.

Hefur þú áhuga á starfa með skemmtilegum hóp þar sem vinnan fer ýmist fram úti eða inni, þar sem eru mikil samskipti og við fjölbreytt verkefni? Ef svo er, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Húsasmiðjan leitar eftir öflugum liðsauka í timbursölu Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum. Um er að ræða tímabundið starf til enda janúar 2022.

Helstu verkefni eru fela í sér ráðgjöf, sölu og þjónustu við viðskiptavini ásamt öðrum tilfallandi verslunarstörfum.

Hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Sterk öryggisvitund
  • Almenn tölvukunnátta
  • Lyftarapróf, J réttindi eru kostur

Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Óli rekstrarstjóri á [email protected] Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2021. Öllum umsóknum verður svarað.

Sótt er um á ráðningarvef Húsasmiðjunnar.

Deila