Starfsmaður í skólasel Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Starfið felst meðal annars í því að annast gæslu og skapa fjölbreytt viðfangsefni með börnum í lengdri viðveru.
Reynsla og æskileg hæfni:

• Ánægja af starfi með börnum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Sveigjanleiki og jákvætt viðhorf
• Snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd
• Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum

Um er að ræða u.þ.b. 45%. starf. Vinnutími er frá kl. 13:00-16:30.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri
í síma 475-9020 eða á [email protected].
Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is